Monday, June 3, 2013

Bara ef...

...ég ætti nóg af peningum og tíma til að kaupa og gera allt sem mig langar að gera. Það er ótrúlega margt sem mig langar í til að gera fallegt heimili. Hérna koma nokkrar myndir af því sem mig langar í. Ég fór í Ilvu í dag og ég sá ýmislegt þar sem mig langar í.. (Ég biðst fyrirfram afsökunar á lélegum myndum)


Ég tók mynd af þessari kistu í Ilvu, mig langar í þessa til að hafa við endann á rúminu mínu. Það er lok ofan á henni sem ég myndi vilja setja einhvers konar pullur ofan á, þannig að þetta væri bekkur líka. það er hægt að geyma t.d. rúmföt í henni. Allt auka geymslupláss er velkomið hjá mér... Ég á það svolítið til að sanka að mér alls konar dóti sem ég hef svo ekkert við að gera.


Svo var þetta snyrtiborð í stíl. Mér finnst það líka sjúklega fallegt og mig langar svo mikið í snyrtiborð þar sem ég er með mikinn áhuga á snyrtivörum líka. Ég myndi vilja fá stóran standspegil ofan á hana sem væri í stíl við borðið sjálft.


Mig langar líka í þetta snyrtiborð, það er með spegli þannig að maður þyrfti ekki að kaupa hann aukalega. Það er úr Ikea og kostar 39.950 kr.



Mig langar að fá stafi sem eru eitthvað í líkingu við þessa í svefnherbergið, mér finnst þeir mjög fallegir. Ég er mikið að pæla í að búa mér til eitthvað svipað. Ég veit að það er hægt að fá stafi sem eru ómálaðir í föndru. Ég er að pæla í að reyna að mála þá í þessum dúr og ef það heppnast vel þá skelli ég bloggi með því hvernig ég gerði það.



Mig dreymir um þetta náttborð, en mér finnst það aðeins of dýrt. Það er úr Ikea líka og kostar 17.950 kr og mig vantar 2 náttborð. En ég ætla að sitja um nytjamarkaðina á næstunni og reyna að finna einhver náttborð sem ég gæti gert upp, helst í þessum stíl. En ef ég finn eitthvað mun ég auðvitað segja frá því hérna :)




Ég sá þessa ljósakrónu í Ilvu í dag og ég er mjög hrifin af henni. Mig langar í kristalsljósakrónu en þær eru svo oft yfirdrifnar, en mér finnst þessi vera hæfilega mikið skreytt. Hún er líka ekki svo dýr (enda ekki ekta kristallar), hún kostar 14.995.


Jæja, ég held að þetta sé gott í bili. En ég hugsa að ég geri framhaldsblogg af þessu því það er svo margt sem mig langar í. En ég ætla að enda þetta á glösum sem ég keypti í The Pier í dag.


Þessi glös voru á tilboði og kostuðu bara 100 kr stykkið. Ég varð bara að skella mér á þau, falleg og ódýr :)