Monday, May 27, 2013

Fyrsta bloggið :)

Jæja, þá kemur fyrsta bloggið :)

Ég hef reynt að gera blogg áður en hef þá bara haft um voðalega lítið að skrifa. En núna ætla ég að reyna að vera duglegari að segja frá því sem ég er að gera. Ég hafði hugsað mér að setja bara inn það sem ég er að gera að hverju sinni, til dæmis make-up, uppskriftir, húsgagnabreytingar og bara það sem mér dettur í hug. En svona til að byrja þetta aðeins, þá ætla ég að setja myndir af því sem ég er búin að vera að gera.

Þessar myndir eru bara teknar á símann minn og gæðin eru ekkert frábær, ég skal reyna að bæta þetta í næstu bloggum :)


Þessi mynd er af snyrtihorninu mínu í herberginu mínu. Ég gleymdi að taka mynd af því hvernig það var áður en það er komið svolítið langt síðan ég gerði þetta. Blómin fékk ég í ikea og ég var aðallega að nota þau til að hylja það hvað veggurinn var orðinn ljótur eftir að hafa tekið niður hillu sem var þar, en mér finnst þau bara koma nokkuð vel út. Naglalakkastandinn gerði ég sjálf úr Foam Board, ég keypti tvö svoleiðis í Litir og föndur. Minnir að þau hafi kostað innan við þúsund krónur hvort. Svo skar ég annað þeirra bara niður í hillurnar og límdi þær á með límbyssu. Snyrtidótið sjálft er ég svo með í körfum þarna vinstra megin við á borði. Ég setti svo sand í blómavasa og læt burstana mína bara standa í þeim. Ég kem kannski með betri myndir af þessu öllu síðar.


Ég átti þessa seríu ofan í skúffu og langaði að gera eitthvað við hana, en ég bara vissi aldrei hvað ég ætti að gera við hana. En svo fékk ég þessa hugmynd þar sem mig langar svo í rúmgafl en kemst ekki alveg í það að fá mér svoleiðis strax. 


Þessa kertastjaka og skál átti amma mín heitin. Mér finnst þessir kertastjakar svo ótrúlega fallegir og skálin líka. Ég setti seríu sem gengur fyrir rafhlöðum í skálina og setti svo glæra og hvíta skrautsteina með.

Þetta voru bara nokkrar myndir af skreytingum í herberginu mínu. Ég er samt að bíða eftir íbúð í stúdentagörðunum, ég og kærastinn minn erum að sækja um paríbúð og ég kem til með að sýna ykkur hvernig hún verður þegar ég verð búin að koma mér fyrir þar.

En bless í bili, vona að þið hafið haft gaman að þessu.

-Fjóla Rut




2 comments: