Hérna er mynd af honum áður en ég byrjaði.
Ég byrjaði á því að pússa hann allan upp og grunnaði hann svo. Ég átti afgang af grunni og lakki frá því ég tók kommóðuna í gegn.
Hérna var ég svo búin að grunna hann. Ég skrúfaði plötuna sem er ofan á af og tók hana af á meðan ég var að mála yfir allt hitt og setti hana svo aftur á áður en ég málaði hana (skrúfaði hana samt ekki fasta). Svo tók ég skápshurðarnar af. Með því að taka þetta af var mun auðveldara að komast að öllu og mála.
Hérna er hann svo tilbúinn, þurfti að lakka þrjár umferðir yfir eftir að ég grunnaði. Svo skipti ég um höldur á honum og setti eins höldur og ég er með á kommóðunni.
Þetta var svolítið tímafrekt en var ekkert voðalega mikið mál þegar uppi er staðið.
Vona að þið hafið haft gaman að :)
-Fjóla Rut
Mjög vel heppnað hjá þér.
ReplyDeletewow! vel gert.
ReplyDelete