Tuesday, May 28, 2013

Húsgagnabreytingar

Hæ!

Ég er komin með æði fyrir því að breyta húsgögnum. Ég er búin að vera að sanka að mér alls konar húsgögnum til að breyta (og bæta). Það sem var fyrst á dagskrá hjá mér var kommóða. Ég gleymdi að taka "fyrir" mynd þannig að ég ætla bara að stela svoleiðis á netinu :)


Svona leit hún út áður, bara plain Malm kommóða úr Ikea. Nema hvað mín var orðin frekar rispuð og illa farin.


Eftir mikla pússun (aðeins of mikla á einni skúffunni eins og sést hérna), þá grunnaði ég hana með hvítum viðargrunni og lakkaði svo þrjár umferðir með hvítu lakki. Mér var sagt eftir að ég var búin með þessa skúffu að ég þyrfti ekki að pússa svona mikið. Það þarf bara aðeins að "matta" lakkið svo viðloðunin verði betri.


Svo skar ég út lista og keypti höldur á hana. Ég málaði listana ljósbleika og límdi þá svo á með límbyssu. Ég fékk pabba reyndar til að hjálpa mér að bora göt fyrir höldurnar, en svona er loka niðurstaðan. 

Heildarkostnaðurinn við yfirhalninguna var frekar mikill en þó ekki eins mikið og að kaupa nýja kommóðu.

Ég þurfti að kaupa grunn og rúllu fyrir hann. Það kostaði eitthvað um 3000 kr. í byko.
Svo keypti ég lakk sem kostaði 1790 kr í Múrbúðinni. (Var mun dýrara í Húsasmiðjunni og Byko).
Ég þurfti líka sérstaka rúllu í lakkið, hún kostaði 800 kr í Byko.
Höldurnar kostuðu allar saman 2490 kr í Byko.
Spýturnar í listana kostuðu eitthvað í kringum 1500 kr og málningin á þá ca 500 kr.

Í heildina kostaði þetta eitthvað yfir 10.000 kr. En kommóðan er að mínu mati mun fallegri eftir yfirhalninguna.

En núna eru í vinnslu hjá mér tveir hlutir.


Þessi ljósakróna annars vegar.


Og þessi sjónvarpsskápur hins vegar.

Fylgisti endilega með til að sjá hvernig þetta mun koma út :)

1 comment: